Virkjun viðbragðsáætlunar vegna COVID-19 veirunnar

Þingeyjarskóli hefur virkjað viðbragðsáætlun skólans vegna COVID-19 veirunnar. 

Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um neyðarstig vegna heimsfaraldurs gildir sem virkjun Þingeyjarskóla á viðbragðsáætluninni.

Áætlunin er byggð á viðbragðsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Virkjun áætlunarinnar mun hafa þær afleiðingar að óvíst verður með samkomuhald og ferðalög á vegum skólans á næstunni. 

Mikilvægt er að ræða af yfirvegun og rökvísi við börnin vegna þessa. Eðlilega eru þau í sumum tilfellum kvíðin og/eða forvitin og spyrja spurninga.