Fréttir frá unglingastigi
10.10.2025
Í þessari viku hefur ýmislegt verið um að vera. Fyrst má nefna framhaldsskóla heimsókn 9. og 10. bekkjar til Akureyrar. Við heimsóttum MA, VMA og heimavistina. Vel var tekið á móti okkur á öllum þessum stöðum og fengu nemendur gríðarlega mikið af upplýsingum sem vakið hafa þau til umhugsunar um hvað þau ætli sér að gera þegar grunnskólagöngu þeirra lýkur.
Nemendur fengu svar frá sveitarstjóra við bréfi sem þau sendu frá sér í síðustu viku um framgang mála við salernis- og fatahengismál þeirra. Sveitarstjóri þakkaði fyrir bréfið og hrósaði þeim fyrir áhuga þeirra á vinnuumhverfi sínu. Sagði jafnframt að málið yrði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi þann 9. október.
Í dag, föstudag, kynntu nemendur barnabókina sína Geiminn fyrir öllum skólanum og gekk kynningin mjög vel.