12.09.2025
Því miður hefur dregist mjög að ljúka framkvæmdum við snyrtingar og fatahengi nemenda sem og búningsaðstöðu í Ýdölum. Þetta er bagalegt en nemendur og starfsfólk hafa til þessa tekið þessu með jafnaðargeði þó þetta sé óneitanlega óheppilegt, komið þetta langt inn í starfsár nemenda.
12.09.2025
Ákveðið hefur verið að flýta Haustgleði Þingeyjarskóla frá 27.11 til fimmtudagsins 20.11.
Ástæða þess er tvíþætt. Annars vegar það á sama tíma skv. skóladagatali er árshátíð Reykjahlíðarskóla þ.e. 27.11 og hins vegar það að komið er ansi nærri jólum og þema þeirra á þessum tíma.
10.09.2025
Alþjóðlegur dagur læsis er haldinn hátíðlegur 8. september ár hvert, en Sameinuðu þjóðirnar helguðu þennan dag læsis¬málefnum árið 1965. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis sem undirstöðu menntunar, jöfnuðar og samfélagslegrar þátttöku.