12.09.2025
Því miður hefur dregist mjög að ljúka framkvæmdum við snyrtingar og fatahengi nemenda sem og búningsaðstöðu í Ýdölum. Þetta er bagalegt en nemendur og starfsfólk hafa til þessa tekið þessu með jafnaðargeði þó þetta sé óneitanlega óheppilegt, komið þetta langt inn í starfsár nemenda.
12.09.2025
Ákveðið hefur verið að flýta Haustgleði Þingeyjarskóla frá 27.11 til fimmtudagsins 20.11.
Ástæða þess er tvíþætt. Annars vegar það á sama tíma skv. skóladagatali er árshátíð Reykjahlíðarskóla þ.e. 27.11 og hins vegar það að komið er ansi nærri jólum og þema þeirra á þessum tíma.
10.09.2025
Alþjóðlegur dagur læsis er haldinn hátíðlegur 8. september ár hvert, en Sameinuðu þjóðirnar helguðu þennan dag læsis¬málefnum árið 1965. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis sem undirstöðu menntunar, jöfnuðar og samfélagslegrar þátttöku.
29.08.2025
Skólaárið fer vel af stað í Þingeyjarskóla.
Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna margvísleg verkefni tengd skóginum. Á þriðjudag var farið í ferð í Kjarnaskóg þar sem veðrið lék við okkur. Nemendur fóru í ratleikjar-bingó um skóginn og skemmtu sér vel.
Það er ekki hægt að segja annað en að nemendur séu áhugasamir og tilbúnir í nýtt skólaár.
29.08.2025
Skólaárið fer vel af stað í Þingeyjarskóla.
Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna margvísleg verkefni tengd skóginum. Á þriðjudag var farið í ferð í Kjarnaskóg þar sem veðrið lék við okkur. Nemendur fóru í ratleikjar-bingó um skóginn og skemmtu sér vel.
Það er ekki hægt að segja annað en að nemendur séu áhugasamir og tilbúnir í nýtt skólaár.
29.08.2025
Í skólabyrjun að hausti hefur myndast sú hefð að vera með þematengda viku sem rúllar ár frá ári mismunandi þema. Núna tókum við fyrir þemað Líf á landi.
Nemendur yngsta stigsins heimsóttu Vaglaskóg, nemendur miðstigs Kjarnaskóg og unglingadeildin okkar fór í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.
Út frá þessum þemum verða til ýmis verkefni og listaverk. Yngsta stigs teymið útbjó listaverk sem þau kalla Ævintýraskógurinn.
29.08.2025
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að breyta og bæta snyrtiaðstöðu nemenda sem og fatahengi.
20.08.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Því miður seinkar skólabyrjun.....
11.08.2025
Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki...