Merki Þingeyjarskóla komið uppá bíslag Barnaborgar.
03.12.2025
Það er ánægjulegt að segja frá því að merki Þingeyjarskóla er komið upp og prýðir leikskólainngang Barnaborgar.
Eins og sagt var frá á skólaslitum Þingeyjarskóla síðast liðið vor var ákveðið að nota hluta af listaverki eftir nemanda skólans í merki skólans. Listamaðurinn Gerður Fold Arnardóttir var nemandi skólans og er foreldrum hennar þakkað fyrir að mega nota listaverkið í þessum tilgangi.
Kristrún Ýr Óskarsdóttir sjónlistakennari vann merkið út frá listaverkinu.
Merkið er fallegur minnisvarði um Gerði Fold sem lést 1. nóv. 2023.
Merkið minnir okkur á að sér hver nemandi skólans, sérhvert barn skiptir miklu máli og hversu mikilvægt það er að hæfileikar hvers nemanda fái notið sín í skólanum. Með sínum náttúrulegu formum og litum minnir merkið okkur einnig á náttúruna og hversu dýrmæt tengslin við hana eru fyrir skólastarf Þingeyjarskóla.
Það var löngu tímabært að koma upp merki Þingeyjarskóla ásamt einkennisorðum skólans sem eru: Ábyrgð, virðing og gleði.