09.10.2022
Vegna veðurútlits og viðvarana hefst starf grunnskólanemenda kl. 10:30 mánudaginn 10.10.22. Skólaakstri seinkar sem því nemur.
06.10.2022
Aðalfundur Foreldrafélags Þingeyjarskóla verður haldinn þriðjudagskvöldið 25. október kl. 20:00 í matsal Þingeyjarskóla.
(Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrá fundarins).
16.09.2022
Þingeyjarskóli er orðin 10 ára gömul stofnun en skólinn tók til starfa haustið 2012 eftir sameiningu Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla, leikskólanna Barnaborgar og Krílabæjar og tónlistardeilda. Í húsnæði skólans á Hafralæk hófst skólastarf haustið 1972 þannig að skólahúsnæðið og skólastarf á Hafralæk er 50 ára gamalt í ár.
Við ætlum að gera þessum tímamótum skil á skólaárinu.
26.08.2022
Okkur vanta starfskraft í 50 - 60% starf við leikskóladeildina okkar í Krílabæ
19.08.2022
Skólasetning grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 16:30 í húsnæði skólans á Hafralæk.
Hlökkum til að sjá sem flesta á setningunni.