Fréttir

Didda í eldhúsinu hættir störfum við Þingeyjarskóla eftir áratuga starf við skólann.

Kristjana Helgadóttir matráður eða Didda í eldhúsinu e.o. við flest köllum hana, hættir núna í vor eftir áratuga starf við stofnunina. Kristjana hóf störf við stofnun þáverandi Hafralækjarskóla haustið 1972 og hefur starfað nánast óslitið við skólann allar götur síðan. Þannig að segja má að Didda hafi verið samofin sögu skólans frá upphafi eða í þessi 49 ár sem skóli hefur verið starfræktur á Hafralæk. Það hlýtur að vera nánast einsdæmi.

Tvö spennandi störf auglýst hjá Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir tvö spennandi störf laus til umsóknar: Starfsmaður í leikskóladeildinni Krílabæ á Laugum í Reykjadal og stuðningsfulltrúi í grunnskóladeild Þingeyjarskóla á Hafralæk í Aðaldal. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf er 25. júní 2021.

Skólaslit Þingeyjarskóla verða föstudaginn 28. maí kl. 16:30

Skólaslit Þingeyjarskóla verða með hefðbundnu sniði (að mestu) föstudaginn 28. maí kl. 16:30. Gestir eru beðnir um að vera með grímur á athöfninni eins og segir í tilkynningu frá almannavörnum: "Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að viðhalda 2 metra nálægðarreglu". Elstu nemendur leikskóladeilda og nemendur 10. bekkjar verða útskrifaðir. Verið velkomin að athöfninni. Skólastjóri

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við starfsstöð skólans á Hafralæk

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við mötuneyti skólans á Hafralæk frá og með 1. ágúst 2021 Fyrir frekari upplýsingar smellið á tengilinn hér fyrir ofan.

Hugaríþróttamót Skjálfanda í Ýdölum

Félagsmiðstöðin Skjálfandi hélt á dögunum sitt fyrsta hugaríþróttamót Þingeyjarskóla þar sem keppt var í hinu geysivinsæla kænskuspili "Magic the gathering".

Framhaldsskólinn á Laugum með tónlistarsýningu.

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum eru með tónlistarsýninguna Bugsy Malone í Þróttó 1. og 2. maí. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Glanni glæpur í Latabæ

Nemendur miðstigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 1. bekkjar frumsýna leikritið Glanni glæpur í Latabæ kl. 16:00 í dag. Höfundur leikritsins er Magnús Scheving og Karl Ágúst Úlfsson samdi söngtexta og Máni Svavarsson lögin.

Sigtryggur Karl gerði upp gamlan trébekk fyrir leikskólann.

Leikskóladeildir Þingeyjarskóla lokaðar í dymbilvikunni, þ.e. 29. - 31. mars.

Að öllu óbreyttu opna leikskóladeildirnar aftur miðvikudaginn 7. apríl.

Skólahald grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla fellur niður fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars.

Skv. ákvörðun yfirvalda gilda hertar sóttvarnarreglur fyrir almenning í þrjár vikur eða til 15. apríl. Staðnám grunnskólabarna er óheimilt frá og með 25. mars til og með 31. mars.