Fréttir

Haustgleði - Aðventugleði Þingeyjarskóla

Haustgleði - Aðventugleði Þingeyjarskóla verður fimmtudaginn 14. desember. Sýnt verður leikritið Benedikt búálfur. Smellið á fyrirsögnina fyrir upplýsingar :)

Ungmennaþing SSNE á Raufarhöfn.

Velheppnað ungmennaþing á Raufarhöfn 21. - 22. nóvember.......

Gerður Fold minning

Um þessar mundir kveðjum við einn af nemendum okkar, yndislega litla stúlku sem tekin var frá okkur allt of snemma. Elsku Gerður Fold byrjaði í Leikskólanum Barnaborg í ágúst 2020. Hún var einstök stúlka, íbyggin og hugsandi. Það var aldrei neinn æsingur í henni, hún fór sínu fram á sinn rólega hátt og lét ekki svo auðveldlega slá sig út af laginu. Það var yndislegt að fylgjast með henni og frænda sínum Bjarna Þór leika saman og dansa fyrsta veturinn þeirra í leikskólanum. Gerður átti líka sinn eigin ríkulega ímyndunarheim og fannst þá oft gott að fá að leika sér í friði og ró. Á sama tíma var hún tryggur vinur og systir sem vildi öllum vel. Við fundum alltaf hvað Gerður bjó að miklu öryggi í fjölskyldu sinni.

Samverustund í minningu Gerðar Foldar Arnardóttur

Haustgleði Þingeyjarskóla frestað

Fyrirhugaðri Haustgleði Þingeyjarskóla er vera átti föstudaginn 10. nóvember er frestað. Önnur tímasetning ákveðin síðar. Með kærleikskveðjum. Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla

Skólahald grunnskólans fellur niður í dag vegna slæmrar veðurspár.

Þróunarverkefnið Læsi fyrir lífið

Góðir gestir í Þingeyjarskóla

Haustþema Þingeyjarskóla

Skipulagsdagur/starfsdagur 18. september

Skv. skóladagatali er settur skipulagsdagur/starfsdagur á 18. september. Því miður láðist að setja daginn inn á skóladagatal leikskóladeildanna. Á því er beðist velvirðingar. Barna- og fjölskyldustofa mun koma þennan dag og kynna fyrir öllu starfsfólki skólanna þriggja í sveitarfélaginu ýmislegt er viðkemur farsæld barna. S.s. farsældarlögin o.fl.. Þetta þýðir að mánudaginn 18. september er lokað í öllum deildum skólans. Þ.e. ekki hefðbundið leik- og grunnskólastarf.