Fréttir

Leikskóladeildin Barnaborg auglýsir eftir stuðningsfulltrúa

Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla Um 100% starf er að ræða.
Lesa meira

Útivistarval Þingeyjarskóla

Hluti nemenda við Þingeyjarskóla var í skemmtilegu verkefni fimmtudaginn 16.03.2023. Ingólfur Ingólfsson og Vésteinn Garðarsson tóku á móti krökkum úr Þingeyjarskóla og leiðbeindu við dorgveiði á Vestmannsvatni. Var þetta hin besta skemmtun og höfðu nemendur á orði að þetta þyrfti að endurtaka við fyrsta tækifæri. Það voru ekki kjöraðstæður við dorgið þar sem mikill snjór er yfir öllu vatninu sem gerir það erfiðara að fá fisk til að taka. Ingólfur sagði að betra væri að hafa meira skyggni fyrir silunginn, þau skilyrði sem væru núna þýddu mikið myrkur í vatninu. Við þökkum þeim Ingólfi og Vésteini kærlega fyrir mikla og góða aðstoð en þeir meðal annars sáu um að útvega grjæjur og beitu til veiðanna.
Lesa meira

Vorgleði Þingeyjarskóla

Vorgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum fimmtudaginn 23. mars og hefst klukkan 19:30.
Lesa meira

Starfskynningarvika á unglingastigi

Vikan 27. febrúar - 3. mars var starfskynningarvika á unglingastigi. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni. Þeir reiknuðu út launaseðil, fóru í áhugasviðskönnun, hönnuðu logo og vefsíðu, kynntu sér námsleiðir, fóru í Breakout og skiluðu af sér verkefnum tengdum starfskynningum vikunnar. Við fengum óvænta gesti sem slógu í gegn og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir. Gestir okkar voru guðfræðingurinn Oddur Bjarni Þorkelsson, doktorinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson, lýðheilsuskólanemarnir Þorri Gunnarsson og Margrét Embla Reynisdóttir, forritarinn Eva Sól Pétursdóttir, ljósmyndarinn Halldóra Kristín Bjarnadóttir og tónlistarmaðurinn Þráinn Árni Baldvinsson. Einnig fóru nemendur í heimsókn til samtals 18 fyrirtækja í Norðurþingi og Þingeyjarsveit og erum við þeim einnig gríðarlega þakklát fyrir góðar móttökur.
Lesa meira

Þingeyjarskóli auglýsir eftir skólaliða.

Við leitum að skólaliða til að starfa með okkur í Þingeyjarskóla.
Lesa meira