Fréttir

Vordagar 2016

Stóra upplestrarkeppnin

þann 7. apríl tóku nemendur 7. bekkjar þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Húsavík. Fyrir hönd Þingeyjarskóla kepptu þau Auður Friðrika og Þráinn Maríus. Það er skemmst frá því að segja að Þráinn Maríus hafnaði í þriðja sæti og Auður Friðrika í því fyrsta. Glæsilegur árangur hjá þessu unga fólki. Eins var tónlistaratriði frá Þingeyjarskóla þar sem Hilmar Örn spilaði á gítar. Stóð hann sig með stakri prýði. Mikið sem við erum stolt af börnunum okkar.

Ivan og Viktor skólameistarar í Þingeyjarskóla

Ivan Ingimundarson og Viktor Breki Hjartason urðu skólameistara í skák í Þingeyjarskóla en skólamótið fór þar fram sl. mánudag. Ivan Ingimundarson og Stefán Bogi Aðalsteinsson urðu efsti og jafnir í eldri flokki með fjóra vinninga hvor en Ivan varð hærri á stigum.

Frétt frá Barnaborg

Íþróttatími eldri barnanna í Ýdölum

Frétt frá Krílabæ

Frétt frá Krílabæ

Hjálparsveitarval

Boðið er uppá hjálparsveitarval nú á vormánuðum. Mikill samhljómur var meðal nemenda að þau vildu fá hjálparsveitarval öðru fremur, en þau fengu nokkuð val þar um.