Fréttir

Foreldrafundur í Þingeyjarskóla

Foreldrafundur verður haldinn í Þingeyjarskóla n.k. þriðjudagskvöld kl 20:00 fyrir grunnskóladeild. Farið verður yfir starf vetrarins og foreldrum gefst tækifæri til að eiga samtal við starfsfólk skólans.
Lesa meira

Foreldrafræðsla mánudaginn 26.september.

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslu fyrir foreldra og starfsfólk skóla: Hvernig tala fullorðnir við börn og unglinga um kynlíf? Fyrirlesturinn verður haldinn í Þróttó á Laugum næstkomandi mánudagskvöld kl.20:00. Hér má finna ágæta grein frá Siggu Dögg http://www.visir.is/takmarkast-kynfraedsla-vid-unglinga-/article/2015151219714
Lesa meira

Til foreldra í Norðurþingi og nágrenni

Spennandi fundur fyrir foreldra nemenda í leikskóla og 1.-4.bekk grunnskóla Hvernig sköpum við börnum okkar bestu þroskaskilyrði fyrir mál og tal? Fundurinn verður haldinn í Sam-komusal Borgarhólsskóla mánu-daginn 19. september kl. 17.00
Lesa meira

Upplýsingar frá skólastjóra

Í september er ýmislegt á döfinni. Nemendur komnir á fullt í rútínu skóladagsins og margt að starfa að. Meðfylgjandi eru ýmsar hagnýtar upplýsingar og skráðir viðburðir í september .... (vinsamlegast ýtið með bendlinum á fyrirsögnina til að halda áfram lestrinum)
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags grunnskóladeildar Þingeyjarskóla.

Aðalfundur foreldrafélags grunnskóladeildar Þingeyjarskóla verður haldinn í húsnæði grunnskólans, þriðjudaginn 20 september klukkan 20.
Lesa meira

Skólasetning Þingeyjarskóla verður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 16:30

Skólasetningin fer fram í húsnæði grunnskólans. Allir velkomnir á setninguna. Að setningu lokinni hitta nemendur og foreldrar umsjónakennara í heimastofum.
Lesa meira

Skólasetning 23.ágúst

Skólasetning grunnskóladeildar Þingeyjarskóla verður 23.ágúst
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

þann 7. apríl tóku nemendur 7. bekkjar þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Húsavík. Fyrir hönd Þingeyjarskóla kepptu þau Auður Friðrika og Þráinn Maríus. Það er skemmst frá því að segja að Þráinn Maríus hafnaði í þriðja sæti og Auður Friðrika í því fyrsta. Glæsilegur árangur hjá þessu unga fólki. Eins var tónlistaratriði frá Þingeyjarskóla þar sem Hilmar Örn spilaði á gítar. Stóð hann sig með stakri prýði. Mikið sem við erum stolt af börnunum okkar.
Lesa meira