Fréttir

Skólahald fellur niður í Þingeyjarskóla fimmtudaginn 3. desember

Ekkert skólahald í Þingeyjarskóla á morgun, fimmtudaginn 3. desember vegna veðurútlits. Þessi tilkynning á við báðar leikskóladeildirnar Barnaborg og Krílabæ. Einnig á hún við um grunnskóla- og tónlistardeild Þingeyjarskóla.

Lestrarátakið "Hrekkjavökulestur"

Smá umfjöllun og myndir frá lestrarátakinu "Hrekkjavökulestur" sem fram fór í Þingeyjarskóla.

Breytt skipulag skóla vegna COVID-19

Skólahald í Þingeyarskóla er með breyttu sniði þessa dagana vegna aukinnar áherslu á sóttvarnir. Kennsla hefst kl. 08:30 og lýkur 11:40. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi borðað morgunmat heima en skóladegi lýkur fyrir hádegismat. Leikskóladeildir halda sínu striki fyrir utan auknar sóttvarnir.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólakennara

Laus er staða leikskólakennara við leikskóladeildina Barnaborg í Þingeyjarskóla.

Skólasetning Þingeyjarskóla

Skólasetning Þingeyjarskóla með óhefðbundnu sniði

Útivera í Barnaborg

Opnum eftir sumarfrí

Opnum eftir sumarfrí á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst.

Við erum að fara í sumarfrí!

Morgundagurinn 26. júní verður síðasti skóladagurinn hjá okkur þetta skólaárið en þá fara báðar leikskóladeildirnar, Krílabær og Barnaborg, í sumarfrí til miðvikudagsins 5. ágúst. Skrifstofa Þingeyjarskóla verður einnig í sumarleyfi í júlí en við bendum á að nýtt skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 lumar á ýmsum svörum. Óskum ykkur öllum gleði og hamingju þetta sumarið, eins og ævinlega, með þakklæti fyrir liðið skólaár.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólakennara við leikskóladeildina Barnaborg

Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólakennara við leikskóladeildina Barnaborg. Deildin er skemmtilegur og hvetjandi vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að hver einstaklingur hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Frekari upplýsingar um starfið er að finna í fréttinni.

Hjóladagur í Barnaborg

Það var mikið fjör á hjóladegi í Barnaborg