Fréttir

Vorgleði Þingeyjarskóla 15. mars

Vorgleði grunn- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum fimmtudaginn 15. mars og hefst klukkan 20:00. Sýnt verður leikritið Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir Thorbjörn Egner í umsjón miðstigs og 1. og 2. bekkja. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar og skólahljómsveitir Þingeyjarskóla munu leika nokkur lög. Miðaverð 2000 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir börn á skólaldri. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri og grunnskólanemendur Þingeyjarsveitar. ATH.! Ekki er hægt að greiða með korti. Allir hjartanlega velkomnir. Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla

Jólakveðja

Þingeyjarskóli óskar nemendum, foreldrum þeirra og öðrum lesendum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólasetning Þingeyjarskóla verður miðvikudaginn 23. ágúst kl. 16:30

Skólasetning Þingeyjarskóla verður miðvikudaginn 23. ágúst kl.16:30. Setningin mun fara fram í skólahúsnæðinu. Allir velkomnir.

Skólaslit Þingeyjarskóla

Skólaslit Þingeyjarskóla verða þriðjudaginn 30. maí kl.16:30 í Ýdölum.

Grunnskólakennara vantar að Þingeyjarskóla.

Um tvær stöður er að ræða: Almenna kennslu og íþróttakennslu....... Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira.

Heimsókn frá Krílabæ og 1. bekk grunnskólans

Fésbókarsíður Þingeyjarskóla

Upplýsingar og myndir úr skólastarfinu eru aðgengilegar á fésbókarsíðu og "tweetsíðu" skólans. Finna má síðurnar hér neðanmáls.

Vorgleði grunn- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla

Fyrir dyrum stendur Vorgleði grunn- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla kl. 20:00 fimmtudaginn 16. mars.

Danstímar í Barnaborg

Föndurdagur í Þingeyjarskóla

Í dag var föndurdagur í skólanum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans vann saman að því að búa til skemmtileg jólatengd verkefni. Dagurinn var mjög ánægjulegur í alla staði og skapaðist mjög notaleg og afslöppuð stemming. Mæting var mjög góða af hálfu forráðamanna og þökkum við öllum kærlega fyrir sem mættu og tóku þátt í deginum með okkur.